Það eru skrítin vísindi að meta tapið af orku sem aldrei var beisluð eða seld.
Ef menn fara að nota svona reikningskúnstir er þeir náttúrlega fljótt komnir út í ómælið.
Hvað höfum við tapað miklu á orkunni sem hefur verið óbeisluð frá landnámi?
Eða fisknum sem við ekki veiddum?
Það vekur reyndar athygli að þeir sem setja þetta fram eru fyrrverandi verðbréfa- og afleiðusalar úr Kaupþingi.
Þeir eru semsagt í góðri æfingu í að lifa og hrærast á sviði fantasíunnar.