fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Ógleymanleg kveðjuræða Giscards

Egill Helgason
Mánudaginn 7. maí 2012 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alveg rétt sem kom fram í Silfrinu í gær að François Hollande væri fyrstur til að fella sitjandi forseta í Frakklandi, því árið 1981 felldi François Mitterrand forsetann Valery Giscard d’Estaing.

Giscard, eins og hann er yfirleitt kallaður, var einkennilega samsettur maður. Sumir myndu jafnvel kalla hann merkikerti. Hann er minniháttar aðalsmaður og gekkst upp í því að láta koma fram við sig eins og hann væri konungborinn. Ráðherrar hans þurftu að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá honum og hann hlóð í kringum sig húsgögnum og munum frá tíma Loðvíks XV. Hann hafði það sem Frakkar kalla hauteur, það er andstæða þess að vera alþýðlegur.

Nú er um það rætt að Sarkozy fráfarandi forseti hafi haldið flotta kveðjuræðu í gærkvöldi. En kveðjuræða Giscards er enn eftirminnilegri – hún er eiginlega klassík.

Giscard talaði í mikilli nærmynd. Hann viðurkenndi að hafa ekki komið öllu því í verk sem hann ætlaði sér, þar örlaði á auðmýkt, en svo ávítaði hann landa sína fyrir þau mistök að hafa ekki endurkosið sig, varaði þá við miklum þrengingum sem væru framundan – og taldi líklegt að þeir myndu kalla hann aftur til valda þegar þeir áttuðu sig á villu síns vegar.

Lok ræðunnar eru svo ógleymanlega leikræn. Þar kveður hann, stendur upp úr stólnum og gengur burt en myndavélin sýnir autt skrifborðið meðan franski þjóðsöngurinn, La Marseillaise, er leikinn undir.

http://www.youtube.com/watch?v=B9PjBgWOkng

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna