fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Maður ársins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. desember 2011 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held það sé varla spurning að maður ársins á Íslandi er Guðni Th. Jóhannesson forseti. Í upphafi árs var hann sagnfræðingur sem fékkst við ritstörf, vel kynntur sem slíkur, en ekki þjóðfrægur á neinn hátt. Framboð hans var óvænt, það var ekki fyrr en með vorinu að hann var nefndur til sögunnar. Nafn hans var ekki í umræðunni fyrr. Guðni kom, sá og sigraði í forsetakosningunum. Þjóðin vissi ekki vel hvað hún vildi í kosningunum, en það kom í ljós að Guðni var það sem hún leitaði að. Hið hálfa ár sem er liðið síðan þá hefur staðfest þetta.

Síðan hann tók við embætti hefur Guðni unnið hug og hjarta landsmanna. Þeir eru langflestir hæstánægðir með störf hans, ánægja með forseta hefur aldrei mælst meiri. Guðni talar fyrir mannúð og frjálslyndi – orðsending hans til Donalds Trump var listilega saman sett, en þar áréttaði hann þessi gildi. Maður óttast ekki að Guðni fari að gera sér dælt við einræðisherra og harðstjóra.

Guðni setur sig ekki á háan hest, talar ekki niður til fólks, manni finnst ekki örla á snobbi í fari hans. Hann kemur fram af meiri einlægni og lítillæti en sumir fyrri forsetar. En um leið er ljóst að hann nýtur starfsins, finnur sig vel í því. Hann virkar heill og sannur – og maður vildi að fleiri stjórnmálamenn væru eins og hann.

Og þjóðin er til í að umbera þótt hann komi fram í skræpóttum sokkum og með buff á höfði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur vonsvikinn með hvað Sjálfstæðismenn leggjast nú lágt – „Skólabókardæmi um hvernig stjórnmálaflokkur á ekki að vinna“

Össur vonsvikinn með hvað Sjálfstæðismenn leggjast nú lágt – „Skólabókardæmi um hvernig stjórnmálaflokkur á ekki að vinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“