Bilderberg er óforskammaður klúbbur þar sem moldríkt og voldugt fólk og ýmsir baktjaldamenn koma saman og ráða ráðum sínum. Það hafa spunnist ýmsar samsæriskenningar um Bilderberg – og vissulega er tilvera þessa félagsskapar óþægileg. Það má segja að þetta sé eins konar háborð kapítalismans.
Formenn Sjálfstæðisflokksins íslenska fóru stundum á fundi hjá Bilderberg, Geir Hallgrímsson var þar og Davíð Oddsson og Björn Bjarnason – og sagan segir að fleiri Íslendingar hafi verið þar, allir úr sama hópnum, nema kannski einn.
Guardian tekur háðið á þetta og setur upp síðu sem kallast Spot the plutocrat – lesendum er boðið að bera kennsl á auðræðismenn sem sitja ráðstefnu Bilderberg.