Fjárhættuspil eru allt í kringum okkur. Háskóli Íslands rekur spilakassa sem velta háum fjárhæðum. Það er hægt að spila fjárhættuspil á netinu – og í fjölmiðlum á netinu er að finna auglýsingar um vefi þar sem er boðið upp á slíka iðju. Efnisveitur símafyrirtækjanna dreifa sjónvarpsstöðum þar sem er spilaður póker upp á peninga inn í stofur landsmanna. Víða um bæinn kemur fólk saman og spilar fjárhættuspil. Sumt af þessu er löglegt, annað ekki. Lögreglan gengur samt ekki hart fram í því að stöðva fjárhættuspil.
Þannig að það ríkir nokkur tvískinnungur í þessum málum. Það er svo spurning hvort það yrðu biðraðir ef leyft yrði að spila upp á peninga á hóteli í Reykjavík. Ég er ekki viss.