Hér á Stjörnufræðivefnum eru stórfenglegar myndir, teknar með geimsjónaukum, og sýna inn í miðju Vetrarbrautarinnar. Þarna er meðal annars svarthol sem er fjórum milljón sinnum massameira en sólin okkar!
Nú er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar í tilefni af því að 400 ár eru liðin síðan meistari Galíleó Galílei beindi sjónauka sínum út í himinhvelfinguna.
Það eru mikil feikn að sjá þetta, maður skynjar smæð sína, vissulega, en maður fyllist líka hrifningu á þessu sköpunarverki, hinum óræðu vegalengdum, furðufyrirbærum í geimnum og óendanlegum fjölda himintungla.
Smellið á myndina og þá stækkar hún, en á Stjörnufræðivefnum er að finna fleiri myndir og skýringatexta.