Það sem maður heyrir um mál McCann fjölskyldunnar er allt komið úr bresku pressunni og einkennist af því viðhorfi að lögreglan í Portúgal sé samansafn af illgjörnum vanvitum.
Það er makalaust hvað áhuginn á þessu máli er þrálátur – kannski vegna þess að það snýst um það sem fólk óttast mest í lífinu, að glata barninu sínu, en auðvitað líka vegna þess að þetta er orðið ansi magnað sakamál. Almenningur er búinn að sjá svo marga þætti af CSI að hann lifir sig inn í þetta. Slúðurblöðin og sjónvarpsstöðvarnar kynda undir með linnulausum fréttaflutningi.
En sem ég segi – fréttaflutningurinn í gegnum Bretland er einhliða. Hérna getum við séð aðra hlið á málinu, á bloggsíðu Sigurðar Hr. Sigurðssonar, en hann er eiginmaður hámenntaðs lögfræðings frá Spáni, Elviru Méndez Pinedo...