fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hví þarf þetta að vera öðruvísi hér?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. september 2007 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

811985989_02ed6d053e.jpg

Síðunni hefur borist svohljóðandi bréf frá gömlum vini, Finnboga Rúti Arnarsyni, sem er búsettur í París:

„Ég les af mikilli athygli heimsósómaskrif þín um miðbæinn. Sumt les ég tvisvar og athuga hvort ég er ekki örugglega á réttri síðu, svo forn þykja mér viðhorfin og ólík því sem var. Til dæmis fögnuður þinn yfir því að ÁTVR skuli hafa fjarlægt einhvern kæli og hætt að selja kaldan bjór. Þykist sjá í hendi mér að þeir sem þetta kemur illa við séu skrifstofumenn hjá hinu opinbera, líkt og undirritaður, á meðan ógæfumönnum sem míga á veggi sé fjandans sama hvort bjórinn er kaldur eða ekki. Eins þykir mér sérkennileg sú hugmynd manna að selja bjór ekki í stykkjatali, heldur sem margfeldi af sex, eins og var á upphafsdögum bjórsins. Af hverju ekki líka hvítvín og rauðvín?

Sú var tíð, þegar við vorum yngri, að áfengisverslanir voru fáar, þangað völdust aðeins til starfa menn sem höfðu skömm á víndrykkju, áttu vísan frama ef þeir voru fautalegir við kúnnann og létu hann finna hvað líf drykkjumannsins var einskis vert. Það var á þeim tíma þegar áfengi var afhent í svörtum, ógagnsæjum pokum og Mími Völundar voru veittar ákúrur á sellufundi í Einingarsamtökum kommúnista fyrir að hafa sést með slíkan poka á götu. Það þótti merki um borgaralega hentistefnu. Barir voru sárafáir og seldu helst ekki áfengi nema menn splæstu í súpu líka. Ég held ekki að það sé ástand sem nokkur vill fá aftur.

Ég er hins vegar algerlega sammála þér og öðrum sem skrifa um miðbæjarmál að þetta ástand er fullkomlega óviðunandi og skil alls ekki af hverju það er eins og það er. Lýsing Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur er svo skelfileg að mann setur hljóðan. Það eina sem ég skil ekki er af hverju er ekki brugðist við.

Hér í París loka öll kaffihús fyrir klukkan 2 að nóttu. Þar er ekki spiluð tónlist til að trufla ekki og menn beðnir um að vera ekki með háreysti. Hér er fullu fólki, sem er með hávaða og vandræði stungið í stein. Það er auðvitað ekki amast við ölvun manna ef hún veldur engum öðrum truflun. Nokkrum glösum of mikið og svo heim. Allt í lagi, meðan þú sýnir kurteisi og spekt. Hér fara fyllibyttur ælandi utan í húsveggi beint í steininn. Auðvitað eru til drykkjubúllur sem servera eftir klukkan 2 eins og alls staðar, en megin reglan er lokað fyrir þann tíma. Unglingar undir lögaldri (18 ár) sem sjást ölvaður eru keyrðir á lögreglustöð og ekki hleypt út fyrr en foreldrar þeirra koma að sækja þá.

Tónlistarnóttin, Fête de la Musique, sem er svona eins og menningarnótt án skrílsláta, býður upp á ókeypis tónleika um alla borg, en lýkur fljótlega eftir miðnætti. Það er gert sérstakt átak í hreinlæti, settir upp gámar fyrir gler og rusl á helstu tónleikastöðum og almenningssamgöngur tryggðar alla nóttina. Sama er að segja um menningarnótt Parísar, Nuit Blanche, nema hvað þá er list aðgengileg almenningi frá því klukkan 19 að kvöldi til 7 að morgni. Ekki minnist ég sérstakra vandræða þá nótt frekar en aðrar.

Ég sé ekki af hverju þetta ætti að vera öðruvísi í Reykjavík. Það eru til lög sem banna ölvun undir 20 ára aldri. Framfylgja þeim. Það eru til lög um ölvun,- og óspektir á almannafæri. Framfylgja þeim. Það eru til reglur sem banna að hávaði manna valdi truflun. Framfylgja þeim. Það eru til reglur sem banna að selja áfengi út af vínveitingahúsum. Framfylgja þeim. Hvar liggur vandinn? Jú regluverkið er til staðar, en er ekki framfylgt. Ef staður brýtur reglur um hávaða eða hleypir fyllibyttum út með bjór í glösum þá á að loka honum í viku. Og beita sektum miskunnarlaust, því fátt kemur meira við kaunina á mönnum en að þurfa að borga. Unglingarnir í steininn, foreldrar látnir koma að sækja þá og borga sekt. Fyllibyttur í steininn og háar sektir. Þetta kostar átak í nokkrar vikur, Stebbi Eiríks myndi þurfa að kalla út B vaktina og jafnvel fá lánaða menn hjá kollegunum í nærliggjandi sveitarfélögum. En á endanum kæmust boðin til skila: Ef þú hagar þér eins og besefi, ert með háreysti, ælir í garða og mígur á veggi, þá ferðu í steininn og borgar mjög mjög háa sekt. Sagan öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið