fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Krónan, vinstristefna og þjóðernishyggja

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. september 2007 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

628px-iceland_krona_coins.jpg

Getur einhver sagt mér hvað er vinstri eða grænt við að halda með íslensku krónunni í gegnum þykkt og þunnt?

Ég skrifaði að þeir sem vildu halda í krónuna þyrftu að fara að rökstyðja mál sitt almennilega – við höfum heyrt rök evrusinnanna ansi oft undanfarið. Æ fleiri eru farnir að aðhyllast þau leynt og ljóst.

Eða er ekki ljóst að krónan er farin að valda íslenskum almenningi þungum búsifjum – bæði fólk og fyrirtæki eru á hröðum flótta undan henni? Sum fyrirtæki hafa reyndar þann hag af krónunni að þau þurfa ekki að óttast erlenda samkeppni meðan krónan er í notkun.

Fólk tekur lán í jenum, svissneskum frönkum og evrum með tilheyrandi gengisáhættu – bankar á Íslandi lána fé í sérstökum gjaldmiðli, hinni verðtryggðu krónu. Allt er talið brúklegt – nema krónan.

Ber það þá ekki helst vott um harða þjóðernishyggju að vilja halda í krónuna?

Samt er erfitt að halda því fram að notkun hennar sé mikið sjálfstæðismál fyrir þjóðina. Gengi krónunnar ræðst ekki síst af því sem gerist á fjármálamörkuðum úti í heimi. Við ráðum minnst um það sjálf. Við erum í sjálfheldu hárra vaxta sem eru hvergi hærri í veröldinni, stýrivextirnir hafa hækkað átján sinnum undanfarin ár en skila samt ekki tilætluðum árangri.

Hvaða rök mæla þá með notkun krónunnar?

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur fjallar um þetta í fyrsta hefti tímaritsins Herðubreiðar:

„Frá árinu 2001 hefur staðið þjóðfélagsleg tilraun á Íslandi um fyrirkomulag gengismála. Hún hefur hvergi verið reynd á smærri gjaldeyrismarkaði en hér og felst í að atvinnufyrirtæki og almenningur búa við sveiflugjarna örmynt í hreggviðrum alþjóðlegs markaðar. Hver og einn getur dæmt um árangur af tilrauninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið