Það vantar starfsfólk á leikskóla, lögreglumenn, kennara, hjúkrunarfólk.
Mér skilst að vanti líka fólk til að vinna í verslunum eins og IKEA.
Og svo er mér sagt að sárvanti verkfræðinga og tæknimenntað fólk.
Þenslan í þjóðfélaginu er varla að minnka neitt að ráði.
Á meðan er reyndar stór hluti unga fólksins í viðskiptanámi í háskólum landsins.
Má ekki ætla að þetta hafi tvíþættar afleiðingar:
Annars vegar umtalsverðar kauphækkanir og hins vegar stóraukinn fjölda innflytjenda.
Við Íslendingar erum greinilega ekki nógu margir til að standa undir allri þessari athafnasemi.