fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Þarf að setja Björn í málið?

Egill Helgason
Mánudaginn 24. september 2007 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn settist hjá mér á erlendum flugvelli dyggur sjálfstæðismaður og mikill andstæðingur Evrópusambandsins og tók að fjölyrða um kosti þess að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna. Taldi að flokksbræður sínir myndu brátt sjá ljósið í því efni. Þeir ættu bara svolítið erfitt að skipta um stefnu. Sjálfstæðismaðurinn taldið að Davíð hefði hlaupið á sig þegar hann kallaði þessa umræðu sprenghlægilega.

Ég kallaði þetta valgerðarisma – í gríni. Það er bara vegna þess að Valgerður Sverrisdóttir hélt því fram að hægt væri að taka upp evruna án þess að ganga í ESB. Þessu mótmæltu sjálfstæðismenn kröftuglega – voru sumir reiðir.

Ég tel ekki að þetta hugtak nái fótfestu í málinu og ætlast ekki til þess.

En það eru margir að velta þessu fyrir sér. Í Viðskiptablaðið skrifar höfundur undir yfirskriftinni Huginn og Muninn. Ég hef þá kenningu að þetta sé sjálfstæðismaðurinn Andrés Magnússon, mikill stuðningsmaður Björns Bjarnasonar.

Í pistli H & M í síðustu viku eru vangaveltur um hvort Björn sé rétti maðurinn til að stýra málum ef færi svo að Ísland tæki upp evru án ESB-aðildar:

„Í hausthefti tímaritsins Þjóðmála skrifar að venju Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, pistil af vettvangi stjórnmálanna. Að þessu sinni drepur hann á Evrópumálin, nánar tiltekið um Ísland og evruna, og rifjar upp hvernig menn hafi löngum staðið í röðum til þess að útskýra alla heimsins meinbugi á því að unnt væri að taka upp evruna án þess að gerast aðili að Evrópusambandinu (ESB). Að undanförnu hafi hins vegar komið sannfærandi rök fyrir því að svo væri alls ekki. Niðurstaða Björns er að Íslendingar þurfi hvorki að spyrja kóng eða prest að því hvaða gjaldmiðil þeir nota, evruna eða aðra, án þess að hann sé sannfærður um skynsamlegt sé að kasta krónunni. En verði það nú niðurstaðan, væri þá nokkur maður til þess betur fallinn að stýra því ferli en Björn? Minna má á, að á sínum tíma stóð nánast sami kór og söng um það hvernig Íslendingar gætu ekki orðið aðilar að Schengen-samkomulaginu án þess að ganga í ESB. Björn gekk hins vegar í málið og leysti á mettíma, á mælikvarða ESB.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum