fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Sjálfstæðismál

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. september 2007 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

agust.jpg

Mér er til efs að til sé seinheppnari stjórnmálaflokkur en Samfylkingin.

Nú stefnir í að flokknum verði talsvert ágengt með það stefnumið sitt að færa Ísland nær Evrópu. Upptaka evrunnar sem gjaldmiðils á Íslandi virðist á næsta leyti – ákvarðanir um það gætu jafnvel verið teknar á þessu kjörtímabili.

Gott og vel.

En til að rugla málin aðeins – og láta Samfylkinguna líta út eins og sérlega óþjóðhollan flokk – fer varaformaður flokksins í sömu andrá að skrifa um nauðsyn þess að leggja niður íslenska tungu.

Eitt er að skipta út krónunni – það getur gerst á nokkrum dögum og svo gleyma henni allir.

Annað er íslenskan, þrungin sögu, merkingu og minningum. Hún er raunverulegt sjálfstæðismál.

Það væri merkilegt að fá að vita nánar hvað varaformaðurinn var að hugsa þegar hann setti þetta fram – eða var hann kannski ekkert að hugsa annað en að vera talhlýðinn bankaaðlinum?

— — —

Annars er allt í lagi að geta þess að þeir fáu af útrásarvíkingunum sem ég hef kynnst eru sérlega illa mæltir á erlend tungumál. Það virðist ekki há þeim. Eitt sinn var ég að þreifa fyrir mér með vinnu í útrásinni og stærði mig þá af því að geta bjargað mér á einum sjö tungumálum. Það var bara hlegið og sagt að það skipti ekki nokkru máli – ég þyrfti aðallega að kunna á excel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum