fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Austrið er rautt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2007 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

mao.jpg

Þetta eru algeng viðbrögð vinstri manna, einhvers konar fliss – ónei þetta getur nú ekki verið – og svo fullyrðingar um að óhugsandi sé að hamfarir eins og hungursneyð séu hinum miklu leiðtogum að kenna. Hafi eitthvað slíkt átt sér stað – ja, þá séu hugsanlega félagsleg öfl að verki. Hjá kommúnistum hét það „söguleg nauðsyn“.

Samt er það nú svo að meðal helstu glæpaverka Stalíns er hungursneyðin sem í Úkraínu er kölluð holodomor – sbr. holocaust gyðinga. Þetta var hungur sem hafði þann pólitíska tilgang að knésetja bændastéttina og troða henni inn á samyrkjubú, nota lífsbjörg hennar til að knýja áfram iðnvæðinguna. Fórnarlömbin voru ekki færri en tíu milljónir, sumir segja fjórtán.

Eins er með hungursneyð sem geisaði í Kína á árunum 1958 til 1962, á tíma „stökksins mikla“. Þar var leikurinn frá Sovétríkjunum endurtekinn – það átti að iðnvæða landið og neyða bændur á samyrkjubú. Sagnfræðingar álíta að þetta sé mesta hungursneyð í sögunni. Fórnarlömbin voru líklega 30 milljónir, það voru varnarlausir bændur líkt og í ríki Stalíns. Fólk sem átti sér enga formælendur.

Það eru ekki til neinar ljósmyndir af þessu, engir minnisvarðar. Vestrænir vinstri menn sýndu þessu snauða fólki enga samúð. Þvert á móti – þeir kolféllu fyrir þvættingi sem var kallaður „hugsun“ Maó Tse Tung.

Á sama tíma sendi Maó matvæli til Sovétríkjanna – hann taldi að milljónum mannslífa væri vel fórnandi fyrir vopnin sem hann fékk þaðan. Maó gortaði af því að hann væri tilbúinn að láta helming kínversku þjóðarinnar deyja ef hann fengi kjarnorkusprengju.

Um þessa atburði hefur furðu lítið verið fjallað. Og enn eru til kommúnistar, vinstri menn eða nytsamir sakleysingjar sem finnst fáránlegt að segja frá þeim.

— — —

Að maður nefni ekki þá sem ekkert hafa lært og skrifa eins og hér er gert: „Lengi lifi hugsun Maos formanns!“

Eða er það kannski grín?

Bendi einnig á eftirfarandi setningu á sama stað um Jung Chang:

„Miðað við Villta svani virðist þessi kona hafa haft ásamt fjölskyldu sinni gervallri einstakt lag á að komast upp á kant við allt og alla og skipti þá engu hverjir héldu um stjórnvölinn í Kína.“

Faðir Jung Chang og amma létu lífið undir ógnarstjórn Maós ásamt með sjötíu milljónum manna sem hugsuðurinn mikli tortímdi.

Líka grín?

— — —

Varðandi heimildavinnuna hjá Chang og Halliday má benda á að skjalasöfn í Kína eru ekki beinlínis opin upp á gátt. Að sumu leyti má bera verk þeirra saman við Gúlag Solzhenitsyns. Hann hafði ekki aðgang að sovéskum skjalasöfnum, enda óvinur ríkisins. Hann byggði bókina meðal annars á viðtölum við fjölda fólks. Vinstri menn risu upp og sögðu að bók hans væri full af lygum og óhróðri.

Síðar kom á daginn að flestallt sem Solzhenitsyn skrifaði var satt og rétt. Myndin var alveg jafn ófögur og hann sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum