Grein í Herðubreið um Steingrím J. Sigfússon veldur nokkrum vonbrigðum, að minnsta kosti fyrir þá sem bjuggust við einhverju krassandi.
Þarna er svosem nóg af vondum skoðunum og skoðunum sem virðast hallærislegar í ljósi tímans.
Samt ekkert yfirgengilegt eða blöskranlegt.
Ég þykist viss um að margir íslenskir stjórnmálamenn hafa haft skoðanir sem eru ekki miklu skárri síðustu 25 árin. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar stóðu saman að því kerfi hafta, ofstjórnunar og ríkiskapítalisma sem hér ríkti til skamms tíma.
Steingrímur er reyndar einn af þeim fáu sem virðist sakna þessa tíma.
Kannski er merkilegasta niðurstaða greinarinnar það sem var vitað áður að Steingrímur er meiri þjóðernissinni en marxisti. Og að hann er bóndasonur.
Líklega mættu samfylkingarmenn aðeins slappa af í andúðinni á Steingrími.
Eða er kannski von á svipaðri grein um stjórnmálaferil Ingibjargar Sólrúnar?