Á mannamáli þýða þessar breytingar nær örugglega að verið er að taka öll ráð í félaginu af Eggerti – the Egg eða kexbaróninum eins og breskir fjölmiðlar kalla hann – það er verið að sparka honum upp á við.
Eggert er hins vegar mjög vinsæll í Bretlandi og meðal áhangenda West Ham svo það er best að hafa hann áfram sem táknmynd stjórnar félagsins.
Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum.