Þetta er auðvitað lóðið hjá Stefáni lögreglustjóra. Loka bara búllunum fyrr. Fólk fer þá fyrr út á kvöldin. Það er óskiljanlegt hvers vegna Reykjavík ætti að bjóða upp á það – ólíkt öðrum borgum – að næturklúbbar séu opnir upp á gátt á öðru hverju horni í miðbænum.
Eða er sérlega eftirsóknarvert að Reykjavík teljist vera næturlífsborg?
En um sjálfan mig má segja eins og ort var um breska sjónvarpsmanninn Malcolm Muggeridge:
In my youth, quoth the sage, as he tossed his grey locks,
I behaved just as any young pup.
But now I am old I appear on the box –
And tell others to give it all up.