Það hélt maður að nóg væri búið að ræða og rita um að lífetanól sé ekki umhverfisvænn orkugjafi til að menn væru farnir að skilja að svona fréttir eru vitleysa. Til að framleiða orkugjafann er rutt burt skógum og villtri náttúru auk þess sem ræktuninni sjálfri fylgir mikil orkunotkun. Fyrir utan að ræktarlönd sem notuð eru til þessarar framleiðslu mætti nota til að framleiða mat.
Önnur bábilja sem hefur verið haldið að okkur hér er að framtíð sé í vetni sem orkugjafa. Þetta lifir enn, hvað sem er búið að segja oft að vetnið sé ekki hagkvæmt vegna þess einfaldlega að vetnið er ekki orkugjafi sjálft heldur geymir það orkuna – er svokallaður orkuberi – en er ónothæft vegna þess hversu mikið af orkunni fer til spillis.
Og því eru vetnisbílar ekki framtíðin og ekki heldur bílar sem ganga fyrir lífrænu eldsneyti.