Það er greinilegt að maður er farinn að vinna á alvöru sjónvarpsstöð.
Þegar ég kom í vinnuna í morgun var Jethro Tull að spila í stúdíóinu hér niðri.
Ian Anderson stóð á öðrum fæti, blés í flautuna og renndi sér í gegnum syrpu af lögum hljómsveitarinnar.
Ég heyrði Bourrée, Living in the Past og Locomotive Breath. Skilst að þetta verði í Kastljósinu í kvöld.
Ungri stúlku sem vinnur hér fannst þeir hallærslegir. Jú kannski. Þeir eru svolítið gamlir.
Sjálfur er ég að fara á tónleika með Van Morrison í Albert Hall annað kvöld og Brian Wilson í Royal Festival Hall á laugardagskvöld.
Þeir eru líka gamlir.