fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Stórmerkileg umræða

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. september 2007 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Gunnarsson birtir hér á Eyjunni ágrip úr stórmerkilegri umræðu sem á sér stað á póstlista femínista. Þar standa upp úr eftirfarandi ummæli frá Þórarni Hjartarsyni og Sóleyju Tómasdóttur. Þórarinn er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi en Sóley er ritari VG.

Þórarinn er þeirrar skoðunar að femínistum beri að taka afstöðu með róttæku íslam – og þá væntanlega Bin Laden – gegn heimsvaldastefnunni:

„Nú er í gangi stórsókn heimsvaldasinna gegn múslimalöndum undir yfirskriftinni „stríð gegn hryðjuverkum.“ Það er ekki tilviljun; af því þetta eru olíuauðug lönd og í öðru lagi af því pólitískt íslam er í sókn og er um þessar mundir öflugasta skipulega aflið gegn yfirgangi heimsvaldasinna (og á lítið skylt við hryðjuverk). Nauðug eða viljum þurfum við að taka afstöðu í því stríði. Ef vestrænir femínistar taka ekki skýra afstöðu gegn heimsvaldastefnunni lenda þeir óhjákvæmilega í gíslingu hjá henni.”

En þetta segir Sóley og er greinilega ekki þeirrar skoðunar að mannréttindi – eða kvenréttindi – séu algild:

„Þetta er áhugaverð umræða. Dáldið sérstakt að karlar, sem alla jafna hafa ekki mikinn áhuga fyrir femínisma skuli taka eftir baráttu þessara kvenna og sjálfsagt er það bæði gott og slæmt.

Það hlýtur að vera lykilatriði svo umræðan sé konum í hag og heimsvaldastefnunni síður, að ræða um stöðu kvenna út frá samfélögum og hugmyndakerfum þeirra. Alveg er það fráleitt að ætla einhverjum að kúga aðra af mannvonsku einni saman (nema kannski heimsvaldarsinnunum sjálfum :o/ ). Þetta kom t.a.m. skýrt fram þegar Egill Helgason fullyrti fyrir fullum sal af fólki að fjölskylda Hirsi Ali hefði gert henni hræðilega hluti. Hún þvertók fyrir það, enda gerði fjölskylda hennar það sem hún taldi vera henni fyrir bestu. Vegna ríkjandi hugmyndafræði samfélags þeirra.

Lykillinn að almennilegri umfjöllun um þetta mál sem önnur hlýtur að vera sá að fjölga konum í áhrifastöðum á fjölmiðlum. Karllæg sýn á heiminn er allt of dómínerandi.“

Varðandi hræðilegu hlutina sem fjölskyldan gerði Ayaan þá má nefna að hún var umskorin og síðar gefin gömlum karli sem hún kærði sig ekkert um.

Að öðru leyti má nota um þessi skoðanaskipti frasa sem ég lærði eitt sinn í dönsku.

Þetta er den totale forvirring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu