Við Íslendingar eigum þrjá stórkostlega málara – jú, þeir eru ábyggilega fleiri en ég nefni þessa þrjá sem eru framúrskarandi. Þeir eiga það sammerkt að fást við landslagsmálverk. Það er ekki svo langt síðan að ekkert þótti hallærislegra en að mála landslag, en nú er biðröð eftir verkum þessara manna. Ég hitti konu sem mér skilst að sé númer sextíu og sjö í röðinni eftir málverki hjá einum þeirra.
En af því þetta eru alvöru listamenn þá framleiða þeir ekki mikið. Og þess vegna eru verkin þeirra dýr og eftirsótt – ég held að sé helst að fara á skrifstofur banka eða fjárfestingarfélaga til að sjá þau.
Eggert Pétursson er að sýna á Kjarvalsstöðum og mun sjálfsagt slá aðsóknarmet með sínum frábæru myndum af smáblómum og mosa.
Georg Guðni hefur sinn stíl – sem margir hafa reynt að stæla.
Og mig dreymir um að eignast mynd eftir vin minn Húbert Nóa.