fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Hebron

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. ágúst 2007 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

hebron.JPG

Hebron er einhver geggjaðasti staður sem ég hef komið til. Þar hefur nokkur fjöldi landránsmanna sest að í miðri borg sem eitt sinn tilheyrði Palestínumönnum. Arka þar um göturnar með hatur sitt – byssur um öxl og barnahópa. Þarna er nefnilega í gangi keppni um hverjir geti eignast flest börn – til að fylla landið undan óvininum.

Þegar ég kom þarna voru ísraelsk vélbyssuhreiður uppi á þökum til að gæta þessa hóps. Tvö þúsund hermenn pössuðu upp á 650 landræningja. Norskur friðargæsluliði sem ég talaði við sagði hreint út að þetta fólk væri ekki í lagi. Hann bar ísraelsku hermönunum ekki vel söguna heldur – sagði að daglega beittu þeir íbúana ofbeldi.

Þetta hefur gjörsamlega skemmt borgina. Landránsbyggðin er eins og æxli inn í henni. Henni hefur verið komið þarna fyrir á þeim forsendum að þarna sé sjálfur Abraham grafinn. Það er nú allt tilkallið sem gyðingar hafa til staðarins. Abraham er reyndar líka helgur maður í íslamstrú.

Í raun er þetta ekki ólíkt því að hópur utanaðkomandi fólks, þungbúinn vopnum, hertæki Austurstrætið og götur þar í kring og neitaði að fara. Við getum ímyndað okkur hvaða áhrif það hefði á borgarlífið.

Nokkrum árum áður en ég kom þarna hafði ofsatrúarmaðurinn Baruch Goldstein myrt tuttugu og níu manns í köldu blóði í mosku sem stendur við hina meintu gröf. Hann ætlaði að drepa eins marga og hann gæti. Goldstein var loks afvopnaður með slökkvitæki. Er skothríðinni lauk börðu eftirlifandi moskugestir hann til bana.

Samkvæmt fréttum í dag er Ísraelsher að reyna að fjarlægja eitthvað af landránsmönnum frá Hebron.

Það mætti að ósekju reka fleiri burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum
Hebron

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“