Við erum að leika ferðamenn í bænum. Í dag fórum við í Þjóðminjasafnið. Þangað hef ég ekki komið í marga áratugi.
Það sem vekur mesta furðu er hvað húsið er lítið. Í gamla daga virtist það stórt – nú virkar það alltof smátt.
Annað sem stendur upp úr er hvað Íslendingar hafa verið lélegir handverksmenn. Þeir hafa legið í bókum, kunnað býsn af kveðskap, en hvað handmenntir varðar hafa þeir verið alveg glataðir.
Auðvitað var lítið efni til smíða í landinu og kannski ekki mikil aðstaða til að stunda stórbrotna málaralist.
Samt er þetta ekki einleikið – en kannski partur af því hversu þjóðin kunni alltaf illa að bjarga sér í þessu landi?
— — —
Kári sá beinagrind af litlu barni með brotna hauskúpu – og fór að gráta.
Það er rétt – hún er mjög sorgleg.