fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Styrmir á förum

Egill Helgason
Föstudaginn 31. ágúst 2007 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

a2007-08-31_wide.gif

Styrmir Gunnarsson er fæddur 27. mars 1938. Hann verður semsagt sjötugur í vetur. Morgunblaðið hefur verið hart á því að starfsmenn þess láti af störfum þegar þeir eru komnir á aldur. Það er semsagt líklegt að þeir á Mogganum séu farnir að skima eftir ritstjóra til að taka við Styrmi.

Manni finnst Ólafur Stephensen vera líklegasti arftakinn. Hann er öflugur blaðamaður og gáfaður – helsti veikleiki hans er þó að hann hefur vaxið upp undir handarjaðri Styrmis og ætti kannski erfitt með að hrófla við arfleifð gamla ritstjórans.

Kannski myndu nýjir vendir sópa best á Mogganum?

Er ekki sagt að það sé álíka líklegt að ungt fólk nútildags verði áskrifendur að blaði og það fari í tunglferð? Þeir ættu kannski líka að pæla í þessu á DV?

Hvað er þetta annars með Styrmi og Ingibjörgu Sólrúnu. Leiðari og Staksteinar í dag. Má ekki segja að þetta sé orðið nokkuð þráhyggjukennt?

Þegar Ingibjörg Sólrún stígur í vænginn Atlantshafsbandalagið gerist Styrmir eindreginn andstæðingur Nató! Og Styrmir virðist telja að Samfylkingin sitji á svikráðum í ríkisstjórninni.

Ætli fleiri sjálfstæðismenn séu þeirrar skoðunar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum