Í fyrri pistli vakti ég athygli á því að hætta væri á að Reykjavíkurapóteki gamla yrði breytt í næturklúbb.
En það er með öðrum hætti að þessu fornfræga húsi er lítill sómi sýndur. Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri Grapevine, sendi mér þessa mynd.
Þarna má sjá höggmynd, gerða af sjálfum Einari Jónssyni, mesta myndhöggvara Íslands.
Fyrir ofan hana hefur verið tyllt forljótri eftirlitsmyndavél sem kannski er nauðsynleg – en þarf kannski ekki endilega að vera nákvæmlega á þessum stað.