fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Er Sjálfstæðisflokkurinn að gefast upp á krónunni?

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. ágúst 2007 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

598×478px_rgb.jpg

Kann að vera að mikilla tíðinda sé að vænta í stjórnmálunum er Sjálfstæðisflokkurinn segir skilið við einangrunarstefnu Davíðs Oddssonar í Evrópumálum? Krónan tók enn eina dýfu á síðustu tveimur vikum, vaxtapólitík Seðlabankans er ekki að hafa næg áhrif – í atvinnulífinu og víða í Sjálfstæðisflokknum virðast menn gera sér grein fyrir að stefnubreytingar er þörf.

Nú í vikunni hélt Rannsóknarmiðstöð í efnahags- og stjórnmálum ráðstefnu um sjálfstæði gjaldmiðla. Í RSE starfa mestu frjálshyggjumennirnir innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast líka skilja að stefnubreytingar er þörf – að krónan er skaðleg fyrirtækjum og almenningi og er orðinn helsti óróavaldurinn í efnahagslífinu.

Tónninn í sjálfstæðismönnum núna er hvort hægt sé að finna aðrar leiðir til að taka upp evruna en aðild að Evrópusambandinu. Áhöld eru um hvort það sé mögulegt. En stóru tíðindin eru þau að flokkurinn er að þoka sér frá þeirri afstöðu að EES-samningurinn fullnægi þörfum Íslands.

Líklega verður þó farið nokkuð varlega af tillitssemi við Seðlabankastjórann – það má ekki bjóða honum opinberlega birginn. En Geir Haarde hefur ágæt tök á flokknum sem mun væntanlega fylgja formanni sínum í þessum málum eins og öðrum.

Nema verði uppreisn frá hægri. Maður finnur óneitanlega smá titring í flokknum yfir því hvað hann er að verða yfirmáta sósíal-demókratískur og grænn – og þá kannski ekki síst í borgarstjórninni.

Ekki mun standa á Samfylkingunni að kasta krónunni. Má vera að þessi mál verði komin í pólitískan farveg fyrr en margan hugði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“