Fyrirtækið sem framleiðir mjólkurdrykkinn Kappa hefur um helgina dreift fernum með drykknum út um allan bæ.
Einhverjir kappar hafa komist yfir marga kassa af kókómjólkinni og svínað út allan bæinn með henni, sprengt fernur utan í hús og á torgum og strætum. Þannig var Bankastrætið útatað í kókómjólk seinnipartinn í dag og líka Ingólfstorg. Svo verður nokkuð verk að þrífa kókómjólkina utan af Landsbankanum.
Ætli þetta teljist góð auglýsing fyrir Kappa?