Ég lenti í því að villast tvisvar í Kópavogi í gær. Fyrst þegar ég ætlaði að reyna að komast frá Smáralind, í annað sinn þegar ég var að reyna að komast að Hamraborg sem telst núna vera í gamla miðbænum í Kópavogi.
Ég var að ná í frænda minn. Hann hafði farið í Kópavog ásamt vini sínum. Þeir höfðu komist að því að það er ekki hægt að komast leiðar sinnar fótgangandi í Kópavogi. Svo fór að rigna.
Það þarf enginn að segja mér að sé gott að búa í þessum bæ. Hann er ljótur og skipulagið í honum er hörmulega vont – ef á annað borð er hægt að nota slíkt heiti um glundroðann sem þarna ríkir.