fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Nakið land

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. ágúst 2007 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

sagasrfr0111.jpg

Einu sinni þótti trjárækt á Íslandi fögur hugsjón. Alls staðar voru stofnuð skógræktarfélög, í Reykjavík var sífellt verið að smala börnum upp í Heiðmörk til að gróðursetja tré. Nú er skógræktin talin ógn við lífríki landsins. Þetta eru mjög breyttir tímar. Samt eru ekki nema 1,3 prósent landsins skóglendi.

Þá átti að klæða landið – takið eftir orðalaginu – nú er tíska að hafa það nakið.

Hver var það aftur sem sagði að barrtré á Íslandi væri eins og skegg á konu?

Náttúrufræðingar vilja frekar endurheimta votlendið til að kolefnisjafna – sem þýðir þá væntanlega að fylla upp í skurðina sem liggja þvers og kruss um íslenskar sveitir.

Ein lífseigasta þjóðsaga á Íslandi er að sjálfur páfinn hafi spurt Guðbrand Jónsson prófessor um Flóaveituna – mestu skurði sem hafa verið grafnir á Íslandi. Önnur saga er að Flóaveitan sjáist frá tunglinu.

Annars hafa íslenskar sveitir gerbreyst. Hvarvetna er búið að planta trjám í kringum bæi og uppi á ásum og leitum landsins. Þetta breytir ásýnd þess verulega.

Þessi tré heita aspir. Þau eru erlend en þau dafna afskaplega vel á Íslandi.

Ég er ekki viss nema þetta sé frekar fallegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur