fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Tvær amerískar skáldsögur

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2007 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

41limrl2pl_ss500_.jpg

Í sumar hef ég gert tilraunir til að lesa nýjar skáldsögur eftir tvo af helstu rithöfundum Bandaríkjanna, Cormac McCarthy og John Updike.

Bók McCarthys heitir The Road. Fjallar um feðga sem vafra um í allsherjar svartnætti að loknum einhvers konar heimsendi. McCarthy hefur aldrei verið metsöluhöfundur, en nú ber svo við að þessi bók hefur náð metsölu. Ástæðan er ekki önnur en að Oprah Winfrey hlóð hana lofi í þætti sínum.

Updike hefur hins vegar verið heimsfrægur í marga áratugi. Bók hans heitir The Terrorist. Fjallar um ungan mann af arabaættum sem býður við vestrænu samfélagi. Einhvern veginn þykist ég viss um að margir hafi keypt bókina út á titilinn.

Báðar þessar bækur eru með eindæmum leiðinlegar. Reyndar tókst mér að klára hvoruga þeirra. Ég ímynda mér að gagnrýnendur hafi talið þær vera vel skrifaðar. Mér sýnist hins vegar að þær séu ofskrifaðar – að hin bókmenntalega vandvirkni hafi verið slík að búið er að skrifa allt líf úr frásögninni.

Í því felst ákveðinn dauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur