fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Andlegt líf á hippaslóðum

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2007 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

nornab.jpg

Þessi glæsilegi nornabúningur með tilheyrandi höfuðdjásni var til sölu í einni nýaldarbúðinni í aðalgötunni í Glastonbury. Ég bauðst til að gefa konuni minni hann.

Af mörgu forvitnilegu sem þarna er á boðstólum má líka nefna þetta námskeið sem fjallar um hvernig skal umgangast álfa. Dagur með álfum nefnist það einfaldlega og þar er meðal annars kennt hvernig maður getur boðið álfum heim til sín og hvernig maður getur unnið með álfum til að hjálpa næstu sjö kynslóðum.

fairies.jpg

Á öllum kaffihúsum í Glastonbury er rætt um andleg málefni. Við fórum á stað sem selur jurtafæði – náttúrlega. Á næsta borði var maður að tala um dulræna eiginleika tölunnar ellefu, af öðru borði heyrði ég orðið „zodiac“, en allt í kring voru litlar búðir sem selja steina með dulræna eiginleika og bjóða upp á námskeið í heilun, reiki, shamanisma og nepalskri íhugun.

Allt fjarska áhugavert. Í alvörunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“