Helstu gáfumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa undanfarin ár haldið úti tímaritinu Þjóðmálum með góðum árangri. Ritið er yfirleitt skemmtilegt aflestrar, vel skrifað og fullt af skoðunum sem eru ekki alltaf vinsælar. Það er heldur ekki nauðsynlegt að vera alltaf sammála öllu sem maður les.
Greinlegt er að intelligensían í Samfylkingunni ætlar að svara fyrir sig í hinu nýja tímariti Herðubreið. Það er alveg ljóst á mannvalinu hvaða pólitísku klukkur eiga eftir að hringja þar: Karl Th. Birgisson, Þorvaldur Gylfason, Kristrún Heimisdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Björgvin Valur Guðmundsson, Flosi Eiríksson, Svanfríður Jónasdóttir – svo nokkrir höfundar og ritnefndarmeðlimir séu nefndir.
Ég vil taka fram að ég hef einu sinni skrifað grein í Þjóðmál, en hefur ekki enn verið boðið að skrifa í Herðubreið.