fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Ofbeldi og subbubragur í bænum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. ágúst 2007 00:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held að það sé tómt mál að tala um að auka aðgengi að áfengi eða lækka það í verði eins og ástandið er í skemmtanalífinu um helgar.

Vínmenning er ekki til á Íslandi og verður aldrei. Við getum látið okkur dreyma um vínsötrandi Miðjarðarhafsbúa. Hjá þeim er þetta lífsnautn – hjá okkur þunglyndislegt próblem. Ástandið í bænum um síðustu helgi virðist hafa verið hryllingur.

Nær væri að lögreglan tæki sig saman í andlitinu og reyndi að útrýma ofbeldinu úr bænum. Kannski þarf hún að fá fleiri liðsmenn til þess – kannski þarf hún að hafa einhver tæki sem ofbeldismönnum stendur ógn af?

Það er ekki nóg að lögreglumennirnir hími bara óttaslegnir inni í bílum.

Liður í þessu gæti verið að stytta opnunartíma veitingastaða. Það voru greinilega mistök að lengja hann. Margir kýla í sig eiturlyfjum til að þrauka nóttina – og verða snarklikkaðir. Verstar eru líkamsárásirnar síðla nætur. Það þarf að fá fólkið til að fara fyrr út á kvöldin – og fyrr heim til sín.

Ég veit ekki til að það tíðkist nokkurs staðar að miðbær í höfuðborg sé undirlagður af drukknu og dópuðu fólki heilu næturnar og fram undir hádegi á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Yfir þessu er einkennilegur subbubragur.

Það er líka ljóst að mjög misráðið var að banna reykingar á öldurhúsum. Fólk fer út að reykja í æstu skapi, gjarnan með glös eða flöskur í hendi, það svífur enn á það þegar út kemur – þá er stutt í að átök brjótist út.

Í alvörunni. Það þarf að gera eitthvað í þessu. Ástandið er algjörlega til vansa. Og alveg út í hött að tala um að lækka verðið á áfengi eða selja bjór eða vín í matvörubúðum.

Er ekki kominn tími til að borgarstjórnin í Reykjavík fari á stúfana? Eða hvar er sjálfsvirðingin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“