Mitt í gúrkunni fer nú í hönd einhver leiðinlegasti tími í fjölmiðlum á Íslandi, þegar blöð, útvarp og sjónvarp keppast við að birta upplýsingar upp úr álagningaskrám. Nú fær maður að vita nákvæmlega hvað náunginn fær í laun. Allir fjölmiðlarnir munu birta sömu upplýsingar um sömu menn. Þetta er meira að segja gefið út í sérstakri bók.
Eins og mann langi að vita þetta.
Upplýsingar um tekjuskiptinguna í landinu þurfa auðvitað að vera aðgengilegar – það þarf varla að taka það fram – en eins og þetta er stundað hérna hvert ár eftir að álagningarskrárnar koma út er það bara hnýsni.