fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hugleiðingar í húsdýragarðinum

Egill Helgason
Laugardaginn 28. júlí 2007 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

arnhofdi.jpg

Við Kári fórum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn í gær. Það var fínt. Ég var samt að velta fyrir mér hvort einhver auðkýfingurinn gæti ekki slett nokkrum milljörðum í að gera garðinn flottari. Sumt þarna er komið dálítið til ára sinna.

Í staðinn fengi hann auðvitað styttu af sér í garðinum og ævarandi þakklæti barna og foreldra.

Þá mætti kannski huga að því líka að koma upp almennilegu sædýrasafni – það er til dæmis miklu flottara sædýrasafn í Berlín, lengst inni í Þýskalandi, en hjá sjávarútvegsþjóðinni miklu. Eða réttar sagt – það er ekkert sædýrasafn nema vísir að því í Eyjum.

Ég tel einsýnt að ferðamenn sem koma til Reykjavíkur vanti eitthvað meira að gera. Nokkur fjöldi þeirra var í Húsdýragarðinum í gær. Vandinn var bara sá að skepnurnar voru flestar lengst úti á túni.

Í Bretlandi – sem er nýríkisparadís eins og Ísland – er það að komast í tísku að auðmenn taki þátt í ýmsum verkefnum, samfélaginu til heilla. Einhvern veginn virðist miklu minna um það hér. Kannski erum við bara nokkrum árum á eftir tískunni.

Það er talað um að þegar menn eru búnir að kaupa allt sem hægt er að kaupa fyrir peningana – finna ekkert nema leiða lengur yfir nýju einkaþotunum og Bentleyunum – að þá sé kominn tími til að fara að borga aftur til samfélagsins með þessum hætti. Það sé gott fyrir bæði fyrir samviskuna og nætursvefninn.

Þess utan fylgir sá bónus sem eru margvíslegar viðurkenningar frá samfélaginu, fálkaorður, heiðurssamsæti með óvæntu fólki, gjarnan leikurum og poppstjörnum, jákvæð fjölmiðlaathygli – og svo gott umtal frá mönnum eins og mér.

Það er auka auka auka auka bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?