Við Kári höfum stundað talsvert strandlíf í sumar. Vitum báðir að það er hollt og gott.
Á Folegandros er strönd sem heitir eftir heilögum Nikulási. Lítil taverna er fyrir ofan ströndina þar sem ráða ríkjum þrír kolklikkaðir bræður. Þeir hafa í vinnu aldraðan föður sinn sem gengur um á slitnum nærbol.
Hefð er fyrir því að á hluta strandarinnar sé fólk nakið – sumt að minnsta kosti. Það er samt engin kvöð.
Við Kári veltum því fyrir lengi fyrir okkur hvort við ættum að fara þarna. Kára leist ekki vel á að fara á nektarströnd:
„Ég er hræddur við nektana!“ sagði hann.
Ég útskýrði fyrir honum nektar væru bara allsbert fólk.
Það fannst honum fyndið – að fólk væri að sýna svona á sér rassinn.
Á endanum tókum við bát og fórum á ströndina. Við hjónin vorum svo tepruleg að við klæddumst sundfötum.
Kári náði hins vegar að sýna aðeins á sér rassinn – og er stoltur af því.