fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Þjóðhagfræði fyrir skilningsvana

Egill Helgason
Laugardaginn 21. júlí 2007 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

womens-hero-sale.jpg

I shop therefore I am er slagorð utan á Selfridges í Oxfordsstræti. Þetta er mjög viðeigandi. Bretar eru kaupóðir. Aðaláhugamál fólksins í borginni er búðarráp.

Í Þýskalandi er varla hægt að fá fólk til að kaupa neitt. Meðan stóð á efnahagslægðinni sem gekk yfir Þýskaland þar til fyrir stuttu skömmuðu blöð eins og Economist þýska neytendur fyrir að vera svona lélegir. Þeir áttu að koma hagkerfinu til bjargar með því að taka lán, eyða meiru.

Nú er Þýskaland að rétta úr kútnum en samt er erfitt að fá Þjóðverja til að eyða peningum.

Í Þýskalandi eru framleiddir bílar, símar, vélar – allt mögulegt. Engin þjóð í heiminum framleiðir meira en Þjóðverjar.

Í Frakklandi eru framleiddir bílar, flugvélar, vín, ilmvötn, ostar.

Á Ítalíu eru framleiddir bílar, föt, vín, lúxusvarningur.

Allur heimurinn girnist framleiðsluvörur þessara þjóða. Þær eru almennt frekar dýrar. Margt af því sem þær framleiða verður aldrei hægt að búa til í Kína.

Í Bretlandi er ekki framleitt neitt lengur. Hefur einhver heyrt um breskan farsíma? Í London vinna menn við ráðgjöf og við að færa til peninga. Restin vinnur við afgreiðslustörf.

Sennilega er enginn staður á jörðinni jafn fullur af illa fengnu fé og London. Hingað streymir fólk frá Arabalöndunum, Afríku og Rússlandi með peningana sína. Borgin er að springa af lúxusvörum.

Ástandið er slíkt að venjulegt fólk hefur ekki efni á að fá sómasamlegt húsnæði í London lengur– ekki heldur þeir sem hafa mjög góð laun. Millistéttin er farin að hafa áhyggjur af þessu.

Ég veit ekki hvað ég er að fara með þessum pistli, en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hagfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“