fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Wer hat uns verraten…

Egill Helgason
Föstudaginn 20. júlí 2007 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

lafontainekk.jpg

Ég man þegar Oscar Lafontaine kom til Íslands í lok níunda áratugsins og var mikið fagnað af því fólki sem þá skipaði stjórnmálafélagið Birtingu. Ég er ekki viss um að margt af því myndi vilja kannast við Lafontaine núna. Margir hafa verið á ferðalagi síðan þá. Hann hefur færst til vinstri, það hefur færst til hægri. Nú virðist manni Lafontaine helst vera bandamaður Steingríms J. og félaga í VG, fremur en Árna Páls og Marðar.

Það er mikið fjallað um Lafontaine í fjölmiðlum í Þýskalandi. Það er kannski ekki furða – maðurinn er mjög litríkur. Hann er líka búinn að stofna stjórnmálaflokkinn Die Linke þar sem vinstriöfl úr gamla austrinu ná saman við vinstrimenn frá Vestur-Þýskalandi. Lafontaine – þessi forðum fjármálaráðherra Sósíaldemókrataflokksins – er varaformaður. En maður tekur líka eftir því að mörgum þykir Lafontaine vera hálfgerð skrípafígúra – hann sé ekki marktækur lengur.

Menn taka eftir því að málflutningur Lafontaine verður sífellt róttækari. Hann er meira að segja farinn að fara aðeins í taugarnar á nýju vinum sínum úr austrinu, Lothar Bisky og Gregor Gysi. Þeir vilja vera stofuhæfir – salonfähig. Láta sig jafnvel dreyma um að komast í ríkisstjórn í fyllingu tímans. Þá væntanlega með Sósíaldemökrötum sem Lafontaine, fyrrverandi formaður þess flokks, hatar nú meira en pestina. Die Welt segir að Lafontaine sé kominn lengra í austurátt en Bisky og Gysi. Hann vilji meiri ríkisforsjá en þeir, meira forsjárhyggjusamfélag.

Lafontaine hefur hrósað Hugo Chavez í Venesúela mikið – meðal annars fyrir að taka fjölmiðlana almennilegum tökum. Hann segir að það sé ekkert fjölmiðlafrelsi í Þýskalandi; tvö hundruð auðmenn ráði fjölmiðlunum þar.

Þá er það rifjað upp að til skamms tíma var Lafontaine dálkahöfundur í því víðlesna blaði Bild Zeitung, einu höfuðvígi Springerpressunnar. Fékk að sögn 3500 til 7000 evrur á mánuði fyrir skrifin. Þetta þykir nokkuð neyðarlegt.

Lafontaine þótti geysigóður ræðumaður í eina tíð. Nú er sagt að hljómurinn í ræðum hans sé holur og hvellur. Margir telja að það sem knýji hann fyrst og fremst áfram sé hatur á gömlu félögunum úr SDP, sérstaklega Gerhard Schröder sem setti hann af sem fjármálaráðherra árið 1999. Málflutningurinn lykti þá af gamla viðkvæðinu:

„Wer hat uns verraten, die Sosialdemokraten…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“