Í Bretlandi er mikil spenna fyrir síðustu Harry Potter bókinni sem kemur út á miðnætti í nótt – eða það held ég (ætla ekki að vera í biðröðinni). Það er samt ákveðin þversögn í því að búðirnar keppast við að lækka verðið á vöru sem er svona eftirsótt.
Væri ekki hægt að selja hana dýrt vegna mikillar eftirspurnar?
Stríðið stendur milli stórverslana og eiginlegra bókabúða. Stórverslanirnar auglýsa mikil tilboð á Harry Potter, bókabúðirnar neyðast til að fylgja eftir.
Og nú er svo komið að fjölmiðlarnir eru fullir af viðtölum við kvartandi bóksala sem segir að þeir muni selja þessa væntanlegu metsölubók á undirverði – þeir muni tapa peningum á því að selja hana.