Maður sem ég þekki segir að það sem Þjóðverjar kalla wehmut sé aðeins þunn yfirbreiðsla yfir eðlislæga grimmd þýska kynstofnsins.
Hann nefnir íslenska konu sem er af þýskum ættum þessu til sannindamerkis.
Wehmut er lykiltilfinning í þýskum kveðskap, en ég held að það sé líka hægt að finna þessa tilfinningu eftir nokkrar könnur af bjór.
Núorðið sýnast mér Þjóðverjar vera fremur blíðir og átakafælnir. Er mögulegt að heil þjóð breytist svona á tveimur kynslóðum?