fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Stórsöngvari í fornu leikhúsi

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. júlí 2007 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

epidaurustheaterbynight.jpg

Það finnst mér stórkostlegt að Kolbeinn Jón Ketilsson skuli eiga að syngja í gamla leikhúsinu í Epidaurus. Leikhúsið er hreint ólýsanlega fallegt. Það stendur lengst upp í sveit, í skóglendi – þegar kvöldar sjást varla önnur ljós en týrur á nálægum sveitabæjum og stjörnurnar. Leikhúsið er ævafornt, frá fjórðu öld f. Kr.

Ég fór þarna í fyrra og sá Persa eftir fornskáldið Æskýlos. Skildi svosem ekki allt sem sagt var en þetta var mikil upplifun. Leihúsið rúmar 14 þúsund manns og það var troðfullt þetta kvöld. Ég á ekki von á að það verði öðruvísi þegar Kolbeinn syngur í Medeu.

Annars leikur Kolbeinn stórt hlutverk í tónlistaruppeldi Kára. Uppáhaldslag hans lengi vel var Ríðum ríðum – Á Sprengisandi – lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen.

Þetta eigum við í tveimur útgáfum. Annars vegar með „mjóu mönnunum“ – Savanna Tríóinu.

Hins vegar með „feita karlinum“. Það er Kolbeinn Jón. Ég veit samt ekki til þess að hann sé feitur, heldur er röddin hans einfaldlega feitari en frekar mjóróma hljóðin í Savanna.

Við getum ekki gert upp á milli hvor útgáfan sé betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?