fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Stórsöngvari í fornu leikhúsi

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. júlí 2007 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

epidaurustheaterbynight.jpg

Það finnst mér stórkostlegt að Kolbeinn Jón Ketilsson skuli eiga að syngja í gamla leikhúsinu í Epidaurus. Leikhúsið er hreint ólýsanlega fallegt. Það stendur lengst upp í sveit, í skóglendi – þegar kvöldar sjást varla önnur ljós en týrur á nálægum sveitabæjum og stjörnurnar. Leikhúsið er ævafornt, frá fjórðu öld f. Kr.

Ég fór þarna í fyrra og sá Persa eftir fornskáldið Æskýlos. Skildi svosem ekki allt sem sagt var en þetta var mikil upplifun. Leihúsið rúmar 14 þúsund manns og það var troðfullt þetta kvöld. Ég á ekki von á að það verði öðruvísi þegar Kolbeinn syngur í Medeu.

Annars leikur Kolbeinn stórt hlutverk í tónlistaruppeldi Kára. Uppáhaldslag hans lengi vel var Ríðum ríðum – Á Sprengisandi – lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen.

Þetta eigum við í tveimur útgáfum. Annars vegar með „mjóu mönnunum“ – Savanna Tríóinu.

Hins vegar með „feita karlinum“. Það er Kolbeinn Jón. Ég veit samt ekki til þess að hann sé feitur, heldur er röddin hans einfaldlega feitari en frekar mjóróma hljóðin í Savanna.

Við getum ekki gert upp á milli hvor útgáfan sé betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“