fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Steely Dan spila í Berlín

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. júlí 2007 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=CpFOQXujcZo]

Við vorum í veiðitúr við Kleifarvatn ég og vinur minn með pabba hans, fórum þangað í eldgömlum Volvo, nenntum lítið að veiða en höfðum þeim mun meiri áhuga á að hlusta á Topp tíu með Erni Petersen í útvarpinu. Héngum við bílinn og hlustuðum. Þetta var sumarið 1973.

Ég man að þarna heyrði ég fyrst í Steely Dan – það var lagið Do It Again. Það var nóg af góðum lögum í þá daga. Í sama þætti minnir mig að hafi verið spilað Drift Away með Dobie Gray og Rubber Bullets með 10CC. (Ég fletti þessu upp og það getur alveg staðist hvað timann varðar.)

Can´t Buy a Thrill er fyrsta stóra plata Steely Dan. Það eru fá byrjendaverk sem slá henni við. Þetta er djöfullega klár músík. Þótti vitsmunaleg fram úr hófi en köld. Lagahöfundarnir, Donald Fagen og Walter Becker, ráku síðar alla úr hljómsveitinni og unnu árum saman í stúdíóum með bestu hljóðfæraleikurum Bandaríkjanna.

Spiluðu aldrei á tónleikum. Sáust aldrei brosa á myndum.

Pönkararnir þoldu þá líklega ekki. Samt var nafnið á hljómsveitinni komið frá einu af ídólum pönksins, William Burroughs. En þetta var of flókið, of kaldhæðnislegt, of sófístikerað.

Einhvern veginn hélt ég að maður myndi aldrei sjá Steely Dan á tónleikum. Rolling Stones jú – en ekki þessa karla. En í kvöld sá ég þá spila undir berum himni hér í Berlín, í virkisgarðinum í Spandauer Zitadelle.

Það stóð í blaði að þeir Becker og Fagen hlytu að vera að spila á tónleikum vegna þess að þeir væru blankir. En aðallega sýndust mér þeir hafa gaman að þessu, voru fjarskalega kurteisir, brostu heilan helling, músíkin virkaði líka hlýrri en á plötunum – meiri sál í henni.

Lagalistinn í kvöld var einhvern veginn svona:

Bad Sneakers. Two Against Nature. Hey Nineteen. Haitian Divorce (sungið af Becker), Peg, Babylon Sisters, Bodhisattva, Dirty Work, Josie, Aja (stórkostleg útgáfa þótt vantaði Steve Gadd), Green Earrings, Kid Charlemagne, Pretzel Logic, My Old School – og svo tvö lög sem ég þekki ekki.

Á svona tónleikum er aðallega miðaldra fólk. Árni Snævarr sem eru búsettur í Brussel segir mér að örlögin hafi hagað því svo að hann fari núorðið sjaldnast á konserta með tónlistarmönnum sem eru yngri en sextugir.

Ég vorkenndi manninum sat á vinstra megin á ská við mig, hafði komið með konu sína og son, unglingspilt – konan hlustaði ekki og strákurinn sat með fýlusvip þegar faðirinn reyndi að skýra út tónlistina.

Jú og það var hrikalegt að sjá hvernig sumir dönsuðu. En líklega hefur það ekki verið betra í Tjarnarbúð þegar Eik var þar húshljómsveit og spilaði Bodhisattva; ég var 17 ára, hafði svindlað mér inn og starði hugfanginn á hvað fólkið úr Leiklistarskólanum dansaði flott. Í mínum huga hefur það ekki verið jafnað síðan.

En þá voru líka allir yngri og fallegri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?