fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hræsnandi frægðarfólk

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2007 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

madonna_retna2_400.jpg

Það er fyndið þegar ríka og fræga fólkið beinir athyglinni að sjálfu sér með því að taka þátt í uppákomu eins og Live Earth.

Nú er komið í ljós að Madonna, Sting og allt þetta lið er örgustu hræsnarar. Sá sem ferðast í einkaþotu mengar sjötíu sinnum meira en sá sem fer með farþegaflugi. Madonna fjárfestir í olíufyrirtækjum. Guardian segir að auður Stings sé metinn á 185 milljónir punda – en samt er hann að vinna sér inn pening með því að auglýsa afar óumhverfisvænar bifreiðar. Kona hans, snobbkvendið Trudie Styler ferðast áttatíu kílómetra í einkaþyrlu til að fara í samkvæmi.

Á endanum mun þetta leiða til þess að frægir og ríkir keppast um að sýnast umhverfisvænir. Björgólfur og Jón Ásgeir munu selja einkaþoturnar.

Áhrif Live Earth verða semsagt mikil og að sumu leyti ófyrirséð.

— — —

Samkvæmt frétt á vef BBC í morgun er búið að hrekja þá kenningu að það sé sólin sem valdi hlýnun jarðar. Þetta var ein aðalröksemdin í myndinni The Great Global Warming Swindle. Þvert á móti segir að sólin sé afkastaminni en hún var fyrir tuttugu árum.

Ef við hugleiðum pláneturnar í kringum okkur, hvað þær eru óbyggilegar vegna hita, kulda eða vinda – þá er kannski ekki ýkja erfitt að gera sér í hugarlund hversu lofthjúpurinn og veðrakerfið á jörðinni er viðkvæmt.

Eða viljum við kannski ekki skilja?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?