fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Berlín Alexanderplatz

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2007 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af evrópsku stórborgunum finnst mér Berlín langskemmtilegust núorðið. Hún er furðu róleg miðað við aðra stórborgir, það er ekki allt útatað í Starbuck´s og McDonald´s – að minnsta kosti ekki austurborgin.

Maður finnur einhverja viðspyrnu gegn kapítalismanum, ólíkt því sem er til dæmis í London þar sem allir eru á spani að græða peninga. Maður skynjar ekki þessa græðgi í loftinu hérna. Berlín er dálítið alternativ – og það er gott.

Berlín er líka rúmgóð, það er ekki þröngt um mann eins og í París og London þar sem er varla hægt að færa stól án þess að það valdi meiriháttar truflun.

Svo er merkilegt að sjá hvernig þessi söguríka borg þróast ár frá ári. Maður sér uppbyggingu í hverfum sem voru í niðurníðslu fyrir fáum árum – arkítektúrinn er oft spennandi, stundum auðvitað ljótur, nú sýnist mér svæðið milli Gendarmenmarkt og Alexanderplatz vera að ganga í endurnýjun lífdaga.
350px-alex06.jpg

Svo kemur röðin að Alexanderplatz, þessu fjölfarna torgi sem kommarnir breyttu í óskiljanlega ljóta steinsteypuhrollvekju með plattenbau allt í kring. Fegurðarskyn mannanna sem gerðu þetta er sérstakt rannsóknarefni. Við Kári fórum upp í sjónvarpsturninn á Alex í gær og horfðum niður. Þeir eru þegar byrjaðir að grafa upp torgið.

Við förum til London á morgun.

Ég er ekki í ofboðslegu stuði, það fauk etthvað í augað á mér síðasta daginn á Amorgos og ég hef óþægindi af þessu. Ætli þurfi ekki að taka það úr þegar ég kem heim til Íslands? Ég verð glæsilegur með leppinn fyrir auganu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“