Handtöskur hafa á síðari árum öðlast status sem rándýr merkjavara. Í verslunum eins og Selfridges í London er hægt að kaupa handtöskur sem kosta meira en þúsund pund. Þær eru varla neitt miklu merkilegri eða vandaðri en aðrar töskur – merkið er bara rétt.
Þetta er dæmi um mjög klára sölumennsku. Um síðustu jól móðgaði ég konuna mína með því að gefa henni of ódýra handtösku. Góð handtaska þarf helst að kosta eins og Rolex úr.
Þetta var ekki svona. Það rifjast upp fyrir manni tvær handtöskukonur. Annars vegar Margrét Thatcher sem gekk ávallt um með handtösku – maður beið alltaf eftir því að hún lemdi einhvern í hausinn með henni.
Svo er það Múmínmamma sem ávallt var með handtösku sína fulla af mjög nytsamlegum hlutum.