fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Göng til Eyja, Flokkurinn hringir í Ómar, DV, ónýtt Evróvisjón

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. maí 2007 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég heyrði þessa sögu:

Það var einu sinni sem oftar verið að pæla í Vestmannaeyjagöngum. Frá Japan var fenginn færasti hönnuður sjávarganga í heimi. Hann hafði tekið þátt í byggingu lengstu slíkra ganga í veröldinni. Íslenskur verkfræðingur tók á móti Japananum á flugvellinum. Síðan var keyrt sem leið liggur austur fyrir fjall.

Japaninn varð æ órólegri eftir því sem leið á ferðina, skimaði áhyggjufullur út í auðnina. Varð aðeins rólegri þegar Hveragerði og Selfoss birtust. Varð kvíðinn á svipinn þegar aftur var keyrt út í dreifbýlið. Maðurinn hélt greinilega að væri verið að ræna sér.

Loks kom bíllinn ofan í eyðilega fjöru. Verkfræðingurinn benti niður í sjávarmálið og sagði við Japanann: Hérna eiga göngin að vera.

Japaninn varð mjög undarlegur að sjá. Kastaði sér ofan í sandinn og velti sér í honum, hegðaði sér einkennilega. Stóð svo upp og spurði:

Hvað býr margt fólk hérna?

4000 manns, svaraði íslenski verkfræðingurinn.

Þið eruð geðveik!hrópaði Japaninn.

Þar sem hann hafði byggt sjávargöngin sín löngu bjuggu 50 milljónir öðru megin og 100 milljónir hinum megin.

— — —

Ómar Ragnarsson sagði mér frá því í gær að hann hefði fengið hringingu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem honum var boðið að starfa fyrir flokkinn á kjördag. Ómar sagðist vera upptekinn. Það eru ekki allir sem hringja út fyrirSjálfstæðisflokksins jafn vel að sér í pólitíkinni.

— — —

Ég sé í rauninni ekkert að því að DV taki afstöðu sem stjórnarandstöðublað. Hví ekki? Það vantar stjórnarandstöðublað. Fréttablaðið var það kannski að einhverju leyti en er það ekki lengur. Morgunblaðið tekur grímulausa afstöðu með Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar, ekki bara í ritstjórnargreinum heldur líka að nokkru leyti í fréttaflutningi – þá ekki síst í því hvernig fréttir eru settar upp, hvaða áherslur eru lagðar og hverju er sleppt. Það er líka allt í lagi – samt hallærislegt að Mogginn skuli ekki almennilega fást til að viðurkenna þetta.

Hví mega blaðamenn DV þá ekki skrifa gegn ríkisstjórninni? Það er eiginlega bara hressandi.

Viðskiptablaðið sem er ágætis fjölmiðill styður Sjálfstæðisflokkinn og dregur ekki dul á það. Maður veit hins vegar ekki með Blaðið – það er einhvern veginn ekki neitt neitt.

— — —

Enn er Evróvisjónpartíið eyðilagt fyrir Íslendingum. En við hverju bjuggust menn? Eins og ég skrifaði: Lagið, flutningurinn og flytjandinn er ekki stæling á eighties – það er eighties.

Nú þurfa stjórnmálaflokkarnir eða áhugafólk um pólitík ekki að hafa áhyggjur að Evróvisjón skemmi. Kannski var það helst spurning um kjörsóknina – að hún hefði skroppið saman um kvöldið og þeir sem fara seint á kjörstað hefðu alls ekki skilað sér. Þá aðallega unga fólkið.

En í þessu þarf ekki að pæla meir.

Annars er alveg óþarfi að vera með dónaskap út í Austur-Evrópuþjóðir þótt lög þaðan komist áfram. Ég heyri ekki að þau séu neitt lélegri en íslenska dótið. Og greinilegt að fólkið í nýfrjálsum ríkjum Evrópu hefur áhuga á keppninni.

Eina lagið frá því í keppninni í fyrra sem ég man nógu vel til að geta sönglað það kemur frá Rúmeníu. Það var reyndar uppáhaldslagið hans Kára á grískri strönd í fyrrasumar.  

— — —

Þegar kemur vorhugur í mig fer ég að hlusta á gríska tónlist. Á þokkalegt safn af henni. Hér er frábær performans með tveimur af flottustu tónlistarmönnum Grikkja, Giorgos Dalaras og Haris Alexiou. Rosa stuð.

http://youtube.com/watch?v=AWfd5ERXaKI&mode=related&search=

Dalaras, sem er ótrúlega snjall og afkastamikill, hefur annars unnið mikið með Bregovic þeim sem kemur á Listahátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“