fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Paradís fyrir fjármagnið

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. febrúar 2007 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalforsendan fyrir því að lækka skatta á fyrirtæki er að annars muni þau fara burt. Þetta á ekki við um almening vegna þess að hann kemst hvergi. Er bara fastur á sama stað. Þess vegna er óhætt að skattpína hann til andskotans. Fyrirtæki eru stöðugt að heimta lægri skatta og slakari reglur – bak við það er alltaf þessi hótun, annars förum við bara til einhvers láglaunalandsins þar sem eru helst engar reglur. Þið eigið í raun að þakka okkur fyrir að vera hér.

Núna er þetta líka uppi á teningnum í Danmörku þar sem ríkisstjórn – hægri manna nóta bene – er að reyna að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti komið stórum fjárhæðum undan skatti með skuldsetningu. Og viti menn, það upphefst sami söngurinn – við förum burt.

Í raun er ekki annað hægt en að nota um þetta orð sem er löngu hætt að heyrast – stéttabarátta. Fyrirtækin eru þaulskipulögð í hagsmunabaráttu sinni og lobbýisma. Það er almenningur ekki – hann er yfirleitt þannig staddur að hann má ekki missa úr ein mánaðarlaun ef ekki á illa að fara. Kerfið er orðið þannig að hann er fastur í neti lánastofnana. Fólk í þannig aðstöðu er ekki líklegt til stórræða.

— — —

Forsætisráðherra mætir á þing hjá Verslunarráðinu, samtökum stóra kapítalsins, og boðar að enn skuli skattarnir á fjármagn lækkaðir. Eins og staðan er borga þeir sem sýsla með fjármagn 10 prósenta skatt. Launþegar sem eyða flestöllum vökustundum í vinnunni greiða hátt í 40 prósent.

Í áróðursskyni er miklað fyrir okkur hversu auðvaldið greiði mikið til ríkissins. Þegar skoðað er nánar sést að það getur beitt ýmsum brögðum til að komast hjá því að greiða skatta. Kapítalið er ekki þjóðhollt. Þetta getur líka verið spurning um réttlæti, að misbjóða ekki siðferðisvitund almennings. Sá sem horfir á nágranna sinn sleppa við að greiða skatt veit ekki hvort hann lifir í sama samfélagi.

Við lifðum skeið á tuttugustu öldinni þegar jöfnuður var furðu almennur. Þessi tími virðist hafa verið skammlífur. Á síðasta áratug hefur misskiptingin færst mjög í vöxt. Hinum fáránlega ríku fjölgar ört og þeir fara ekki dult með ríkidæmi sitt. Það er í tísku að vera með flottræfilshátt; fljúga með bisnessfélagana til London í hádegismat hjá Gordon Ramsey. Gömlu herrasetrin sem voru tóm eða voru notuð undir opinbera starfsemi eru aftur komin í hendur á moldríkum eigendum – líka hér á Íslandi. Sjáið bara Fríkirkjuveg 11.

— — —

Stórfyrirtækin héldu ráðstefnu um daginn undir yfirskriftinni Ísland best í heimi. Menn kynnu að halda að þetta sé ekki annað en smáþjóðagorgeir dauðans. Við erum sannarlega ekki með besta veðrið, skemmtanalífið hérna þykir ekki gott, vinnutíminn er fáránlegur, okrið vandamál – lífskjörin ágæt en keypt nokkuð dýru verði.

En það var auðvitað ekki verið að tala um þetta, heldur um hvernig hér mætti verða paradís fyrir fjármagnið. Stefnuskrá þeirra sem héldu þingið var að hér skyldu vera flatir lágir skattar og að viðskiptalífið fái að setja sér reglur sjálft. Með því móti telja þeir að Ísland verði best í heimi.

Þetta er blautur nýfrjálshyggjudraumur. Það er eins hægt að ganga með skilti í kröfugöngu. Því eins og ég sagði áðan – þá er þetta stéttabarátta þar sem frekur og valdamikill minnihluti vill tryggja sér lífskjör sem eru órafjarri því sem tíðkast meðal fjöldans. Almenningur er ósköp ráðalaus gagnvart þessu og muldrar bara eitthvað fyrir brjósti sér. Eða hvenær kemur að því að fyrirtækin vilji ekki borga neitt – annars fari þau bara eitthvað annað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“