fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Bönnum fleiri bækur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. október 2007 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Birti hér aftur, af gefnu tilefni, tvær bloggfærslur frá því í sumar:

tinni-kongo.jpg

Kannski mætti gefa út einhvers konar index librorum proibitorum um barnabækur. Lista yfir bækur sem þarf nauðsynlega að banna. Eða er jafnvel búið að banna?

Þar væri að finna Tinna. Sérstaklega Tinna í Kongó. Líka Tinna í Sovétríkjunum. Seinni Tinnabækurnar eru kannski í lagi.

Og Andrés Önd. Svíar vildu banna hann hér um árið vegna þess hvað fjölskyldutengslin í Andrési eru annarleg. Hann er heldur ekki í buxum.
mamman.jpg

Það mætti banna Múmínálfana. Kvenstaðalímyndirnar þar eru yfirgengilegar. Múmínmamma er alltaf að hella upp á kaffi og baka pönnukökur. Snorkstelpan hugsar um ekkert annað en að punta sig.

Soffía frænka í Kardimommubænum er líka staðalímynd. Hún er alltaf að taka til og skammast.

Bombí Bitt. Frásögnin af því þegar hrossaþjófurinn Niels Galle er að segja strákunum hvernig hann komst inn í leynifélagið Kuk Lux Lan er svakaleg og á ekki að líðast í nútímasamfélagi.

Hin kexétandi límonaðiþambandi börn í bókum Enid Blyton eru rasistar. Þrjótarnir í sögunum eru einatt dökkir á hörund.

jim.jpg

Stikkilsberja-Finnur, Tumi Sawyer, Robinson Krúsó – að ógleymdum Bláskjá.

Svo eru það náttúrlega öll Grimmsævintýrin með foreldrum sem skilja börn sín eftir úti í skógi og staðalímyndum af gömlum kerlingum sem lokka þau til sín.

hans-og.jpg

Heima á ég reyndar bók með dauðhreinsuðum ævintýrum – The Book of Politically Correct Adventures. Þar er búið að taka burt allan vott af rasisma og því sem kallast á ensku sexism og ageism. Örugglega hefur eitthvað fleira verið fjarlægt – til dæmis fordómar gegn dýrum (úlfurinn í Rauðhettu).

Ég er opinn fyrir tillögum um fleiri bækur sem mætti setja á þennan lista. Sendið mér tölvupóst. Tengillinn er hérna ofarlega til vinstri á síðunni – silfuregils@eyjan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan