fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Framfarir á tíma Maós

Egill Helgason
Laugardaginn 20. október 2007 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

three_red_flags.jpg

Í grein eftir Sverri Jakobsson Lesbók Morgunblaðsins í dag finnur hann ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Hallliday flest til foráttu. Meðal annars kvartar Sverrir undan því að ekki sé fjallað um stórfellda iðnvæðingu í Kína á tíma Maós. Og að ungbarnadauði hafi minnkað í tíð hans.

Á tíma Stalíns var líka stórkosleg iðnvæðing. Ungbarnadauði minnkaði og fólkið lærði að lesa. Hitler iðnvæddi líka, lét byggja hraðbrautir, útrýmdi atvinnuleysi – draumurinn var að allar þýskar fjölskyldur skyldu eignast fólksbíl (Volkswagen) og útvarpstæki (Volksempfänger).

vvvv.jpg

Samt heyrir maður sjaldan kvartað undan því þegar ævisögur Hitlers og Stalíns eru annars vegar að ekki sé nógsamlega fjallað um „hið góða“ sem þeir gerðu.

— — —

Sverrir kvartar líka undan lýsingum á hungursneyðinni miklu milli 1950 og 1962. Kommúnistum er mjög illa við umfjöllun um hungur á tíma Stalíns og Maó, fást helst ekki til að trúa það hafi verið annað en náttúruöfl á ferðinni. Sverrir gerir mikið úr því að höfundar bókarinnar áætli að 37 milljónir manna hafi dáið í hungursneyðinni – líklega voru það ekki nema 30 milljónir segir hann.

„Það er svo sem ekki einsdæmi að saga hungursneyðarinnar í Kína sé sögð úr samhengi við almenna þróun hungurs í heiminum undanfarna áratugi og baráttu stjórnvalda í þriðja heiminum fyrir því að brauðfæða þjóðir sínar,“ skrifar Sverrir.

Þetta er mesta hungursneyð sögunnar. En það var ekki náttúran sem var völd að henni, heldur kommúnistastjórnin í Kína; ákvarðanir hennar um að hefja samyrkjuvæðingu, reka stönduga bændur af jörðum sínum, leggja allt kapp á iðnaðinn – láta sveitirnar blæða fyrir borgirnar. Í mesta hungrinu lét Maó selja matvæli til Sovétríkjanna í skiptum fyrir vopn. Úr öllum hörmungunum skyldi rísa kommúnistaríki.

Þetta er hin stalíníska forskrift. Stalín lék nákvæmlega sama leik á árunum 1932 til 1933. Það var ekki uppskeran sem brást heldur mennirnir sem voru svona grimmir. Talið er að þá hafi allt að 10 milljónir manna soltið í hel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan