fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ira furor brevis est

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. október 2007 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður veltir fyrir sér hvort sjálfstæðismenn hafi aðeins farið út af sporinu á fundi borgarstjórnarinnar í dag.

Þeir létu skammirnar dynja á Birni Inga.

Allt í einu er eins og sjálfstæðismenn hafi hvergi komið nærri því að sameina REI og GGE.

Sá málflutningur að valinn hópur framsóknarmanna græði milljarða er heldur ekki sannfærandi. Með því gefa sjálfstæðismenn raunar til kynna að í þessu ævintýri sé gríðarleg gróðavon. Tölurnar eru kannski dálítið ýktar.

Hins vegar láta þeir þess ekki getið að mektarmaður úr Sjálfstæðisflokknum á mun stærri hlut í batteríinu en frammararnir. Hinir stóru hákarlarnir eru varla framsóknarmenn heldur – ekki nema kannski þegar hentar þeim.

(Mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég ber í bætifláka fyrir Finn Ingólfsson og co.)

Maður veltir reyndar fyrir sér hvort ræður borgarfulltrúanna hafi í rauninni beinst svo mjög að Birni Inga eða nýja meirihlutanum eða hvort þær séu kannski partur af átökum innan flokks.

Það flækir svo málið enn að stefna Sjálfstæðisflokksins er langt í frá skýr í þessu máli; innan flokksins eru margir sem enn aðhyllast þá aðferðafræði sem hefur staðið til að nota í REI, samstarf milli opinbers fyrirtækis og einkaaðila. Í samþykkt síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir beinum orðum að landsfundur fagni „aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna“.

Að fleira leyti heldur þetta mál áfram að vera óskiljanlegt. Er virkilega vit í því að láta málsókn Svandísar fara í gegnum dómskerfið? Er það ekki frekar til marks um að nýi meirihlutinn sé of ósamstæður til að leysa málið?

Það er þetta sem maður óttast mest – að flokkarnir fjórir verði ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut og lausatökin í stjórn borgarinnar verði eftir því. Eftir langa kyrrstöðutíð undir R-listanum var löngu kominn tími til að skipta um borgarstjórn.

Það er að sumu leyti sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki lengri tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur