fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Eyjan

Halldór við réttarhöldin yfir Bukharin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. september 2007 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

halldor-8.jpg

Er það svaravert þegar tuðað er yfir því að birtar séu kvikmyndir af Halldóri Laxness við sýndarréttarhöldin í Moskvu 1938?

Líklega ekki.

Ég er samt að velta fyrir mér hvort skilningur ungs fólks á sögunni sé almennt frekar lélegur? Kann það að vera vegna slapprar sögukennslu? Eða frekar vegna þess að hryllingur tuttugustu aldar er smátt og smátt að verða fjarlægur? Samt – ef þetta hefði verið frægur Íslendingur við þinghúsbrunann í Berlín hefði varla neinn kvartað.

En hér er semsagt rammi úr þessari mynd – þarna má sjá Halldór í áhorfendahópnum, ljósan yfirlitum.

Frægasti maður Íslands við einn frægasta atburð tuttugustu aldarinnar.

Naumast að það sé ekki merkilegt.

(Annars má sjá þriðja þátt Kiljunnar með því að smella hér eða á á tengil sem er til vinstri á síðunni.)

Hér er svo mynd af saksóknaranum Vishinsky úr sama myndskeiði. Hann heimtaði í frægri ræðu að sakborningarnir yrðu skotnir eins og óðir hundar.

Og varð nokkurn veginn að ósk sinni.

vish.jpg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi

Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stýrivextir verða óbreyttir

Stýrivextir verða óbreyttir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skólamál: Gervigreind getur orðið mikilvægt tæki fyrir kennara til að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum nemenda

Skólamál: Gervigreind getur orðið mikilvægt tæki fyrir kennara til að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum nemenda